Wednesday, August 1, 2012

Nú er ég kominJæja nú er ég komin aftur, eða eigum við að segja að macinn minn er kominn aftur til mín eftir miklar viðgerðir. Gott að vera búin að fá hann aftur. ;)

Ég er ein af þeim sem verður alltaf að vera að gera einhverja handavinnu og því er allt heimilið skreytt með einhverju handunnu. þessi hjörtu gerði ég eftir einhverju sem ég sá á netinu í vor, Þau eru algjört æði eftir að ég kláraði þau og hanga um allt hús. 

Við mæðgurnar (3) fluttum í hús mannsins míns fyrir nokkrum árum og því þurfti að sameina húsgögn og punterí sem var allt í lagi og hefur gengið bara vel. Dóttir minni ofbauð nú sammt þegar að ég var að setja upp þessi hjörtu um allt hús og sagði við mig „mamma hvað ertu búin að gera við húsið hans GG, þú ert búin að taka allt matco í burtu og gera allt mjúkt og dúllulegt“. Þetta fanst mér alveg ferlega sniðugt hjá henni. Svo kom dóttir hans og sagði að það hafði orðið krúttsprengja í húsinu hans pabba. Algjörar dúllur.

PS. ég var svo ánægð í dag þegar að ég uppgörtaði að mitt uppáhalds blogg er opið aftur. Hún heitir Mia og ég setti linkinn hérna til hliðar. Endilega kíkið á hana, hún er með frábært blogg.