Thursday, October 4, 2012


Ég var að gera þennan púða með tölunum. Ég sá hann á síðunni hennar Miu á Mias Landliv og fannst hann svo flottur að ég keypti bómullargarn í RL búðinni sem er virkilega skemmtilegt garn að vinna með. Þegar ég fór til að taka mynd af þessu þá fann ég litlu kisu sofandi í rúminu og það fór líka svona vel um hana. ;) Hún er svo yndisleg.


Þetta teppi gerði ég í sumar þegar við vorum í berjatýnslu vegna þess að ég átti að kenna ömmuferninga á námskeiði hjá Mimi í R-vík. Það kom mjög vel út og ég er ánægð með það. Það besta er líka að það var gert úr afgöngum af garni sem að ég átti og það er alltaf svo gaman. Hugmyndina fékk ég hjá Ruts datter, en ég gerði öðruvísi ferninga en hún.


Það er alltaf svo gaman þegar að hlutirnir heppnast vel og notaðir eru afgangar. Ég hafði hugsað mér að gera litina í ferningunum algerlega óplanaða og grípa bara einhvern lit, en það er ekki svo auðvelt. Ég var alltaf komin í einhverja samsetningu áður en ég vissi af.

Bestu kveðjur
Edda Soffía 

Monday, October 1, 2012

Nokkrir flottir


Um helgina fór ég á Löngumýri í bútasaum hjá Quiltbúðinni. Það var að sjálfsögðu mikið fjör og mikið saumað. Ég gerði mér þrjá dúka sem að ég var mikið búin að hugsa um og ætlaði að vera búin að sauma fyrir sumarið. ;) En nú eru þeir semsagt búnir og ég svona líka ánægð með þá.


Fyrst er hérna haustdúkur í fallegum mildum haustlitum og svo gerði ég laufblöð í vélinni sem að gerðu svo mikið fyrir þennan annars einfalda dúk.

Þá kom vordúkurinn í fallegum pastellitum. Ég var búin að sauma saman litlu ferningana og teiknaði munstrið sam að ég applikeraði svo á endana. Ég fór til Guðfinnu í Virku á námskeið í vor og varð að nota það sem að ég lærði hjá henni. 

Nærmynd af munstrinu og þarna sést líka í blúnduna og borðann.

Sumardúkur með skemmtilegu jarðaberjamunstri

Nærmynd.


Ég gerði líka meira en það koma myndir af því seinna.
kv Edda Soffía