Monday, October 1, 2012

Nokkrir flottir


Um helgina fór ég á Löngumýri í bútasaum hjá Quiltbúðinni. Það var að sjálfsögðu mikið fjör og mikið saumað. Ég gerði mér þrjá dúka sem að ég var mikið búin að hugsa um og ætlaði að vera búin að sauma fyrir sumarið. ;) En nú eru þeir semsagt búnir og ég svona líka ánægð með þá.


Fyrst er hérna haustdúkur í fallegum mildum haustlitum og svo gerði ég laufblöð í vélinni sem að gerðu svo mikið fyrir þennan annars einfalda dúk.

Þá kom vordúkurinn í fallegum pastellitum. Ég var búin að sauma saman litlu ferningana og teiknaði munstrið sam að ég applikeraði svo á endana. Ég fór til Guðfinnu í Virku á námskeið í vor og varð að nota það sem að ég lærði hjá henni. 

Nærmynd af munstrinu og þarna sést líka í blúnduna og borðann.

Sumardúkur með skemmtilegu jarðaberjamunstri

Nærmynd.


Ég gerði líka meira en það koma myndir af því seinna.
kv Edda Soffía

2 comments:

  1. Oh þetta er allt svo fallegt hjá þér. Þvílíkur dugnaður yfir eina helgi :) Haust dúkurinn er uppáhalds en hinir eru líka mjög fínir. Hlakka til að sjá restina sem þú gerðir :D

    ReplyDelete
  2. Vá rosalega eru þeir flottir!!! Vordúkurinn er í uppáhaldi hjá mér en þeir eru allir rosalega flottir :) Ég hlakka líka til að sjá restina og hear all about it þegar að ég tala við þig næst.

    ReplyDelete