Thursday, October 4, 2012


Ég var að gera þennan púða með tölunum. Ég sá hann á síðunni hennar Miu á Mias Landliv og fannst hann svo flottur að ég keypti bómullargarn í RL búðinni sem er virkilega skemmtilegt garn að vinna með. Þegar ég fór til að taka mynd af þessu þá fann ég litlu kisu sofandi í rúminu og það fór líka svona vel um hana. ;) Hún er svo yndisleg.


Þetta teppi gerði ég í sumar þegar við vorum í berjatýnslu vegna þess að ég átti að kenna ömmuferninga á námskeiði hjá Mimi í R-vík. Það kom mjög vel út og ég er ánægð með það. Það besta er líka að það var gert úr afgöngum af garni sem að ég átti og það er alltaf svo gaman. Hugmyndina fékk ég hjá Ruts datter, en ég gerði öðruvísi ferninga en hún.


Það er alltaf svo gaman þegar að hlutirnir heppnast vel og notaðir eru afgangar. Ég hafði hugsað mér að gera litina í ferningunum algerlega óplanaða og grípa bara einhvern lit, en það er ekki svo auðvelt. Ég var alltaf komin í einhverja samsetningu áður en ég vissi af.

Bestu kveðjur
Edda Soffía 

4 comments:

 1. Oh þessi yndislega kisa sem þú átt. Hún er svo mikil kúrukisi :)

  Ég verð að apa eftir þér með púðan, mikið kemur hann vel út. Ég fór í skartgripa/tölubúðina hérna í keflavík og sá nokkrar æðislegar tölur sem ég gæti notað í akkúrat svona púða. Jei :)

  Hvað hét garnið sem þú keyptir í RL?

  ReplyDelete
 2. Rosalega er púðinn flottur og litla kisa just makes it look so homey :) Teppið er líka geðveikt og litirnir eru aljört æði!!!

  ReplyDelete
 3. Beautiful blanket and kitty looks very happy! xx

  ReplyDelete
 4. Ååå så nydelig teppe du har laget,
  koselig og flott hos deg. :))
  Søt pusekatt også.
  God helg til deg.
  Klem fra Mette.
  Tusen takk for hyggelig kommentar.

  ReplyDelete