Í vor gerði ég þessa tösku úr 2 1/2 tommu ljósum renningum og uppskrift frá Guðrúnu Erlu. Þessi taska er búin að vera með mér í allt sumar þar sem hún er svo stór og rúmgóð og tekur við ÖLLU mínu prjónadóti og meira til. ;)
Ég var að reina að taka myndir af henni rétt eftir að ég gerði hana en Myndirnar komu ekki mjög vel út, svo að ég skellti þeim bara öllum inn.
Ég gerði svona tösku handa henni Helgu minni fyrir jólin í fyrra og sagði henni að þetta væri strandartaska, því að hún býr nú rétt hjá ströndinni. Ég veit svo ekki hvort að hún hefur notað hana eins mikið og ég nota mína, en hún er æði.
Taskan er full af hjörtunum sem að ég gerði á sama tíma ;) Varð að troða einhverju í hana svo að hún stæði.
Bestu kveðjur
Edda