Ég er fimmtug húsmóðir í litlu bæjarfélagi úti á landi. Mín aðaláhugamál er handavinna og því er ég með aðra síðu sem ég hef verið að setja inn það sem ég hef verið að gera. Hérna ætla ég að setja inn allt mögulegt sem að ég hef áhuga á þá stundina og því verður þetta mjög blandað blogg.
Núna er til dæmis komið vor og ég á fullu í garðinum mínum og að undirbúa garð sem að ég á hérna upp í sveit. Þar verður grænmetisgarðurinn og eins ætla ég að setja niður alls konar tré sem að mér finnst falleg. Í sumar fæ ég svo tvö eplatré sem að ég er voða spennt fyrir. Við erum með góða aðstöðu þarna og þetta er ekki nema 15 mín keyrsla frá heimilinu okkar.
Þessa dagana er ég alveg að tapa mér yfir öllum hvítu bloggunum sem ég er að finna. Ég er og hef alltaf frá því að ég sá þetta fyrst fyrir mörgum árum í ameríska sjónvarpinu verið voða hrifin af þessum stíl og var með nokkuð ljóst heimili þegar að ég var ein með stelpurnar mínar eftir að ég skildi við fyrri manninn minn. Núverandi sambýlismaður er ekki svo hrifinn af svona stíl svo að það verða að vera litir hérna hjá okkur ;) Ég hef alltaf verið alveg rosalega hrifin af bleikum lit og því er hann ráðandi í okkar húsi og blandaður með hvítu eða ljósu þá gerist það ekki fallegra í mínum augum.
Hérna er flassið á og engin stemming |
Ekkert flass og svaka góð stemming |
Nýi dúkurinn minn og kertaljós |
Eigið gott kvöld
kv Soffía
Fin blogg ...
ReplyDeleteKul att du gillar min blog
Kram means Hugs in Swedish !
ReplyDeleteAre you from island ?
Hugs (kram) Karina
Sæl aftur Edda Soffía.
ReplyDeleteGaman að finna bloggið þitt! Bíð spennt eftir framhaldinu, mér finnst svo gaman að sjá svona íslensk blogg... þeim fjölgar smám saman og það er svo gaman. Ég bætti blogginu þínu á listann á minni síðu :)
Með sumarkveðju,
Kristín
Mamma, á ekki að halda áfram að blogga? Ég er alltaf að athuga hvort það sé komið nýtt póst.... :) Love you!!!
ReplyDeleteTaktu myndir af garðinum :) Hann er orðin svo flottur og sérstaklega rómó með littlu bleiku kertastjökunum sem hanga í tréinu. Segi sama og Helga, áfram með bloggið :*
ReplyDelete