Friday, March 15, 2013

Bleik verslunarferð

 

 

 

 

 

 

Í gær þurfti ég að fara í bæinn með Birgittu til læknis. Amma var bara frammi að passa litla kút og leika við hann. Hann er svo góður og þægilegur, bara að leika og spjalla, yndislegur.

Eftir á fórum við svo í Föndru og ég keypti garn í mottu sem ég ætla að hekla. Liturinn sem ég ætlaði að kaupa var ekki til svo að ég keypti þá bara ljós bleikan, sem var ekki verra. Í þetta verkefni þurfti ég líka heklunál nr 12 og hvað haldið þið, hún var bleik. Ég var líka að leita af bleikum lit í púða sem ég hef hugsað mér að gera og fann garn sem ég hef notað áður og á nærri heila dokku af svo ég keypti eina.

Þegar ég var búin að skila Birgittu og litla kút og ég var á leiðinni heim þá stoppaði ég aðeins í Handprjón.is og þar fann ég svo bleikan lit í diskamottur ásamt mikið fleira dóttir sem ég sótti fyrir Handavinnuhúsið. Voða gaman að versla helling af garni en geta svo bara skilað því af mér.

Um kvöldið hittumst við svo í Handavinnuhúsinu til að sauma bútasaum. Þegar að ég kom sýndi Sísí mér svo að heklusettið sem að ég var að bíða eftir var komið og ég keypti það og getið þið hvað, það er bleikt. Ég veit ekki hvað var í gangi í gær en allt sem ég keypti var bleikt. Allavega þá saumaði ég saman dúk sem ég var búin að skera niður í. Þetta á að vera úti dúkur eða piknik dúkur og í hann notaði ég allskonar græna liti sem að ég átti. Það er svo gaman að gera eitthvað úr því sem að ég á í hillunum mínum og þarf ekkert að kaupa ;) (annars hefði hann sennilega endað bleikur ef að ég hefði keypt í hann í gær).

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum

 

6 comments:

 1. Honum fannst voða mikið sport að leika sér við barnaborðið og kubba. Ég hlakka til að sjá bleiku mottuna :)

  xoxo

  ReplyDelete
 2. Vá I totally missed this blog post!!! I love the new look on your blog!! I'm so excited to see all these new projects, the pics are so much fun :) Also, Gabriel is always fun to see in the pics :)

  ReplyDelete
 3. Dear Edda, I absolutely LOVE your PINK crochet hooks. May I ask where you bought them?? Thanks so much for your help. Much appreciated. Hugs Judy

  ReplyDelete
  Replies
  1. I got them in my favorite store here where I live. They are sooooo good. I love crocheting with them. They were kind of costly but worth every dime.

   Delete
  2. Hello Edda,

   Guess what I found those lovely PINK crochet hooks set at amazon and I could NOT resist buying them.

   I asooooooooooooooooooooooooooo very excited to see them.. I am hoping that the case included with them. It says case but it does not show one. Anyways thanks for show them on your blog. I had not seem them before and I could not live without them. Laughing out loud..LOL Hugs Judy

   Delete
 4. Your yarn and crochet hooks look wonderful and your quilt does too :)

  ReplyDelete